18.11.06

Helgarfrí!

Loksins helgarfrí!

Vikan var ansi strembin og ég er fríinu fegin. Sit hér í hálfgerðu spennufalli gjörsamlega búin á líkama og sál eftir átök vikunnar.

Síðasta helgi fór í allt annað en að slappa af, sem er ekki neitt voðalega sniðugt þegar maður er enn svotil nýbyrjaður í nýrri vinnu. Við buðum master Cho út að borða á sushistað á föstudaginn, voða næs og fínt. Kallinn var í fínu skapi, sem var mikill léttir, hann var nefnilega oft á tíðum ansi pirraður og þreyttur á öllu saman þegar við vorum í Kóreu, og við skemmtum okkur bara prýðilega með honum. Á laugardeginum vorum við í því að stússast fyrir klúbbinn því það þurfti að kaupa inn fyrir æfingadaginn sem fram fór á sunnudaginn. Að því loknu fór ég að vinna á Scandic! I know, I know ... var bara búin að lofa þessari vakt í júní ... og búin að sjá mikið eftir því síðan þá! Hef sko ekki saknað gömlu vinnunnar síðan ég byrjaði að kenna og var sko ekki að meika það að þurfa að vinna á laugardaginn. Síðustu fjögur ár hefur svo margt breyst, vinnustaðurinn er allt annar en hann var þegar ég hætti til að fara í skólann, og sérstaklega síðasta ár hefur öllu verið snúið við frá því sem áður var. Christian góður vinur minn hætti, margar uppsagnir í þjónagrúbbunni út af fyrirhuguðum breytingum, fyrstu sex mánuðirnir á árinu þar sem allt var endurbyggt og svo launalækkunarskellurinn í sumar í morgunverðardeildinni. Þetta er bara allt annar vinnustaður en hann var þegar ég var fastráðin og sumir af þeim nýráðnu eru að leika kónga og yfirmenn og taka minna mark á manni heldur en hrossaskít í götu! Anyhow ... að vaktinni lokinni, sem gekk svosem ágætlega, ákvað ég að nú væri komið nóg og henti vinnuskónum mínum í ruslið á leiðinni út. Þeir voru orðnir ansi þreyttir eftir nokkurra ára tramp, leðrið allt gegnum sprungið og sólinn í laginu eins og fóturinn minn, svo nú hef ég góða samvisku þegar þau hringja og biðja mig að vinna ... á ekki svarta skó!

Ég var ansi lúin þegar ég dröslaðist á fætur á sunnudeginum eftir 6 tíma svefn og pakkaði æfingadótinu mínu niður í tösku. Æfingadagurinn með Master Cho fór vel fram, allt það nýjasta frá Kóreu! Sumt af þessu höfðum við lært í Kóreu, en bara neitað að trúa að væri það nýjasta því það er svo hallærislega óraunverulegt. Um kvöldið borðuðum við á kóreiskum stað, samt ekki alvöru kóreiskt því kjötið var ekki marinerað rétt heldur bara steikt beint úr mismunandi olíum sem gerði það frekar þurrt. Pyt med det ... við förum bara næst og pöntum alvöru kóreiskt!!

Á mánudaginn var ég enn þreyttari þegar ég fór fram úr bælinu en morguninn áður. Náði svo að komast í jafnvægi á þriðjudeginum en allt rauk til fjandans á miðvikudaginn í vinnunni. Annar bekkurinn minn hagaði sér vægt til orða tekið hörmulega og ég sprakk hreinlega. Þau hafa aldrei séð þessa hlið á mér og ég vona þeirra (og mín) vegna að þau þurfi þess ekki aftur. Svakalega var ég vond! Tónmenntartímarnir hafa verið hell frá upphafi og síðustu vikur hefur það bara versnað og miðvikudagurinn gerði útslagið ... ég er ein með 27 nemendur og það gengur bara ekki. Ég talaði við þrjá aðra tónmenntarkennara eftir þetta og þau eru öll sammála um að þetta gangi ekki með að maður sé með heilan bekk í einu, heldur bara hálfan eins og í handavinnu og matreiðslu sérstaklega þegar bekkirnir eru svona stórir eins og mínir. Það var sko mikill léttir að heyra að þetta sé ekki bara ég! Um kvöldið mailaði ég með umsjónarkennaranum sem er alveg sammála mér um bekkinn og svo ræddi hún málin við þau á fimmtudaginn, ég var á kúrsi allan daginn. Svo kom enn einn skellurinn, ég fékk mail frá skólastjóranum á fimmtudagsmorgninum um að hann kæmi inn í stærðfræðitímann minn hjá þessum bekk á föstudeginum til að fylgjast með mér í kennslu. Málið er að hann gerir þetta hjá öllum kennurum í þessum mánuði, svo þetta hafði ekkert með uppákomuna á miðvikudaginn að gera, bara ekki alveg besta tímasetningin fyrir mig! Shit maður ... en þetta gekk svo sem ok. Krakkarnir voru eins og englar ... enda þora þau engu þegar Guldborg er á staðnum, auk þess sem þau höfðu hagað sér þvílíkt illa í matreiðslu deginum áður þar sem hann hafði mátt skarast í leikinn og senda tvo þeirra heim. Einn nemandinn bað mig afsökunnar:) Tek því með et gram salt, eins og maður segir hér. Þau vita upp á sig sökina og hér eftir verður tekið hart á bekknum og ég gef mig sko ekki.

Eftir kennslu þann daginn ræddi ég svo við skólastjórann um það sem hann hafði séð, fékk fullt af góðum punktum og ráðum frá honum. Svo talaði ég um tónmenntatímana, hann hafði auðvitað frétt af þessu í kjölfar matreiðslutímans og líka vegna þess að umsjónarkennarinn er dóttir hans (gott að hafa góð sambönd). Hann er alveg sammála mér um að þetta gangi ekki með þennan fjölda og ætlar að reyna að sjá til að hinum tveimur bekkjunum, sem byrja í lok janúar, verði skipt niður og ég fæ aðstoðarkennara á bekkinn sem ég er með núna þar til þau hætta í janúar. Þvílíkur léttir!! Hitti svo einn af hinum tónmenntarkennurunum í gær sem sagði að hún væri búin að senda mail á stjórnina svo að tillaga um að hálfa bekki í einu verður tekin upp á næsta kennarafundi.

Þetta var sumsé algjör weirdó vika og ég er gjörasamlega búin á því núna. Ætla samt að fara að lyfta á eftir því að öxlin á mér er í maski. Fer svo til Kíró á fimmtudaginn og það hjálpar vonandi, því ég er líkamlega að keyra á varabatteríinu í augnablikinu.

Adios herfra

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, senn líður að jólum, satt er það, vonandi getum við hittst eitthvað. Endilega hafðu samband ef þú hefur tíma í sutta stoppinu á Íslandi, við munum búa á sama stað og ávallt í Klapparberginu :)
Bestu kveðjur., Ásdís

2:34 f.h.  
Blogger Þuríður Katrín said...

ohhhh....þetta var alltof langt fyrir mig í bili...les þetta seinna. En þú færð koss frá mér í þetta skiptið

11:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home