Október
Sex kennsludagar eftir í þessari törn!!
Tíminn flýgur þessar vikurnar. Mikið að gera í vinnunni en voða gaman líka.
Haustfríið langþráða nálgast. Ég er að spá í að skella mér á HM í áhaldafimleikum og hvetja Margréti Huldu áfram. Hetjan varð í öðru sæti á norðurevrópumótinu í síðustu viku á slá (minnir mig). Spurning samt hvað ég verð lengi í Aarhus, þar sem Erlingur þarf að mæta í vinnuna á mánudeginum. Væri alveg til í að vera einhverja daga að stússast með Doktor Helgu. Svo er það Goggi sjálfur í gautaborg 20. okt.!! Hlakka mikið til þó ég sé enginn stórfan. Þeir tónleikar sem hann hefur haldið undanfarnar vikur hafa fengið súperdóma þannig að maður hefur miklar væntingar ... veika löpp í vondum skó skó:)
Við hjúin áttum hálfsársbrúðkaupsafmæli í gær. Þegar ég minnti Erling á það á leiðinni á æfingu í fyrrakvöld heyrðist í honum "sex mánuðir! huhh maður heldur ekkert upp á svoleiðis". Maður getur sko alveg haldið upp á sex mánaða daginn á fyrsta árinu, dytti ekki til hugar að halda upp á einsoghálfsársdaginn! Málið var að hann var búinn að plotta, án þess að spyrja dagbókina (mig), að hitta taekwondostráka - smá strákahygge. Ég eyddi sumsé kvöldinu inni í vinnuherbergi að undirbúa kennslu meðan Erlingur, Bjössi, Óli og Nikolaj spiluðu x-box inni í stofu, alveg gasalega rómó kvöld. Hehehe ... no hard fealings annars. Við erum alltaf að dúllast eitthvað tvö saman þannig að þetta verður fyrirgefið einhvern tíma á næstu 50 árum.
Haustið virðist ekki ætla að koma til Köben í ár. 17 gráður akkúrat núna og léttskýjað, dásamlegt bara. Ég er enn í sumarjakka og án hanska og vel heitt þegar ég hjóla um borgina með nýja hjálminn minn. Einhverjir snillingar segja að þetta sé merki um kaldan og harðan vetur ... það verður bara að koma í ljós seinna hvort þeir hafi rétt fyrir sér. Dagarnir eru þó farnir að styttast (haustið er kannski komið) og það er því miður ekki albjart þegar ég fer á fætur klukkan 6:30 á morgnana. Það er sennilega ekki langt í að ég fari að nota ljósin:( Málið er bara að njóta birtunnar meðan hún er til staðar og brosa framan í heiminn!
Þvotturinn þvær sig ekki sjálfur ... ferlegt hreinlega.
Frú Sigurveig kennslukona
2 Comments:
Þú ert bara orðin ofurbloggari..... já þú hefur greinilega ekkert annað að gera heldur en að blogga!!!
En hvernig verður með Gogga heldurðu að hann eigi ekki eftir að fara í fýlu fyrst að ég mæti ekki?? ......góður texti...ég é alveg Örn Árna fyrir mér...þú ert svo ræfilsleg og mjó-hó.... eða eitthvað álika.
Allavega góða skemmtun....þú kannski kyssir Gogga frá mér....
ég haði ekki hugmynd um að þú værir með blogg. Nú fer ég að fylgjast með :)
Ég náði aðeis að sjá 2 myndir af brúðkaupinu. Einhverra hluta vegna gat ég ekki opnað albúmið ! Any who..kveðja héðan, Ásdís
Skrifa ummæli
<< Home