Haustið er víst komið til Köben!
Eftir dásamlegt haust eru laufblöðin farin að fjúka og skýjunum á himninum hefur fjölgað. Ég tók meira að segja eyrnaskjólin og hanskana mína fram í gær áður en ég hjólaði í skólann, brrr...
Ýmislegt hefur gerst frá því ég skrifaði síðast. Bláa beltið er í höfn, ekki að spyrja að því! Ég skellti mér í húsmæðraorlof til Lissabon í september, svona aðeins til að lengja sumarið. Eyddi notalegri helgi með Helgu Báru við át á góðum mat og búðarráp. Yndislegt á allan hátt, hátt í 30 gráður og ekki skýjatutla á himni, gerist ekki betra!
Skólamálin ganga hægt en ganga þó. Ég er búin að skila þeim verkefnum sem ég hef átt að skila og mæta eftir bestu getu, ekki hægt að krefjast meira. Bachelorverkefnið gengur aðeins of hægt en það stendur til að bæta úr því á næstu dögum. Ég byrja í síðustu æfingakennslunni minni á mánudaginn og þar sem ég reikna með að hún muni ganga stóráfallalaust fyrir sig þá ætla ég að vinna í bachelornum á meðan. Mikið ofsalega hlakka ég annars til að klára praktíkina, að ég tali nú ekki um bachelorinn. Maður er svosem orðinn svo sjóaður að undirbúningurinn hefur verið ansi lítilfjörlegur. Við erum þrjú og erum með fjóra stærðfræðitíma í 4. bekk, fjóra stærðfræðitíma í 5. bekk, tvo músíktíma í 4. bekk og tvo í 5. bekk, þar að auki erum við með tvo kórtíma á viku en okkur skilst að þeir séu fastlagðir fyrir eitthvað jólashow í desember þannig að við verðum bara áhorfendur í þeim tímum. Ekkert smá næs praktík sumsé, svona miðað við að ég var með 11 tíma á viku síðasta vetur (þar af 7 alein) í þrjár vikur. Núna skiptum við þessum á milli okkar þannig að maður ber ábyrgð á 2-6 tímum á viku. Ég þarf auðvitað að mæta í alla tímana, þar sem við hjálpumst náttúrulega að við að aðstoða nemendur og svoleiðis, en þetta er samt næs:) og ekki skemmir fyrir að ég er í fríi á þriðjudögum.
Eftir viku skellum við okkur til Árósa til að vera viðstödd doktorsvörnina hjá Helgu Báru, verður sennilega djammað feitt það kvöldið með doktor Helgu:)
Það er annars lítið að frétta af okkur dúllunum. Tíminn líður og við eldumst. Við verðum hérna úti yfir jólin eins og venjulega, enda er nú ekkert jólafrí í ár, 20. des. í mínu tilfelli. Við stefnum að því að hafa það notalegt eins og alltaf og borða góðan mat og slappa af. Við fáum sennilega gesti yfir áramótin til að koma í veg fyrir að við dettum ein í það!
Það er óvíst hvenær ég skrifa næst. Sennilega ekki fyrr en um jólin, ef ekki þá ekki fyrr en eftir bachelor!
Efterår, endelig!
Efteråret har meldt sin ankomst her på øen! Jeg har taget mine ørevarmere frem og det samme gælder om mine handsker. Der var jo lidt koldt i går da jeg skulle cykle i skolen.
Lidt opdate: Jeg har fået det blå bælte. Ellers er der ikke sket så meget andet end at jeg rejste til Lissabon i september for lige at få et forlænget sommerferie, det var bare dejligt. Jeg havde en hyggelig lang weekend sammen med Helga, hvor vi brugte tiden på god mad og shopping.
Det går ok med skolen. Langsomt med fremad. Jeg får afleveret det jeg skal og det hele kører, dog kører det lidt langsomt med min bachelor. Jeg starter min sidste praktik her på mandag, som forhåbentlig ikke bliver ret hård. Vi er tre om at dele 12-14 timer om ugen (fri om tirsdagen:)), og det er jo ingenting i forhold til f.eks. sidste år i min alenepraktik! Nu er man blevet så vandt til at være i praktik at man ikke bruger nær så megen energi på forberedelser som man gjorde i de første par år. Vi skal nok få det hyggeligt og forløbet skal nok køre godt.
Om en uge skal vi til Aarhus for at være tilstede når Helga Bara forsvarer sin ph.d. Vi skal nok få festet en del om aftenen sammen med doktor Helga:)
Ellers er der ikke så meget nyt fra os. Vi holder nok jul herude som vi plejer, med god mad og masser af afslappelse. Vi regner dog med at blive "forstyrret" i nytåret med nogle gæster, men det er kun for at forhindre os i at drikke for meget:)
Skriver nok først igen i julen eller efter bachelor!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home