28.10.04

Haust!

Það hefur kólnað hér í útlandinu. Þess vegna er gott að nota nýju lúffurnar, keypti forláta flísfóðraðar lúffur á mánudaginn. Ég vígði þær í morgun og váááá ... þær eiga sko eftir að vera elskaðar.

Dagarnir líða hjá eins og vindurinn. Ég hlakka til jólanna, þá get ég nefnilega slappað af í viku án þess að þurfa að hitta fólk úr skólanum!!! Það er yfirgengilega mikið að gera þessar vikurnar og ég er langt á eftir áætlun með ALLT. Allar helgar hafa líka verið bókaðar að undanförnu undir málningarvinnu, gesti og framundan eru æfingarbúðir og halloweenpartý. En allt kemur þetta víst með kalda vatninu og vonandi kemst ég heil og höldnu út úr þessu.

Það er spurning hvort það hjálpi að skipuleggja sig (betur)? Kannski ég prufi að gera áætlun fyrir hverja viku og gefa mér bros/fýlu-andlit eftir því sem við á. Tölvan er kannski vandamálið, ætli það hjálpi að slökkva á henni? Allavega veit ég að mín bíður í þessum skrifuðu orðum stærðfræðiverkefni sem þarf að vinna, og það helst í fyrradag.

Ég er svöng ... best að koma sér að verki og fá sér eitthvað í gogginn í leiðinni.


Hvorfor er jeg så doven?

Hvorfor er der ikke 30 timer i døgnet?

Jeg kan ikke tage mig sammen og lave det jeg skal!! Jeg er bagud med alt og overvejer at slukke min computer ned for at slippe af med fristelsen. Spørgsmålet er om jeg måske skulle begynde at indtage vitaminer for at se om min koncentration bliver bedre af det.

Anyway ... matematikken venter, desværre:) grafer og funktioner here I come!

2 Comments:

Blogger Þuríður Katrín said...

Jamm ég kannast við þetta tölvuvandamál.....þú ert ekki ein um það að eiga snaróða tölvu sem kann dáleiðslu....... en by the way... mér sýnist dönsku kunnáttan þín e-h farið versnandi.....allavega þýðingin á síðasta blogg-inu..... heheheh..

12:40 f.h.  
Blogger Þuríður Katrín said...

Hellú......hvað er í gangi.....ekki nógu góð frammistaða í blogginu....kepp it coming..

1:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home