Namminamm
Réttur gærkvöldsins sló aldeilis í gegn! Allir sögðust vera svo ánægðir með hann. Reyndar hafði ég nú reiknað með að heimilisfólkið myndi borða meira ... aldrei hef ég orðið vör við þetta svokallaða plássleysi í maganum sem fólk virðist stundum upplifa.
Nú þar sem heilmikill afgangur er í ísskápnum þá er ekkert annað að gera nema að gæða sér á kjötbolluafgöngum í kvöld. Ég get varla beðið eftir að sjá svipinn á fólkinu þegar það sest við matarborðið.
Hvernig ætli kjötbollur með kálbögglum bragðist annars með salsasósu? Það er spurning um að prufa það, ef það bragðast ekki gott þá á ég nú rabarbarasultu í ísskápnum.
Mmmmm ... ég hlakka til kvöldverðarins í kvöld!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home