16.8.06

Ný tilvera!

Kórea var mögnuð!

Þrátt fyrir endalaus brotin loforð fyrstu tvær vikurnar var ferðin þegar upp er staðið meiriháttar. Ég mæli með Seoul City fyrir alla, geggjuð borg!

Nenni ekki að skrifa svaka ferðasögu þannig að þið verðið bara að trúa mér:)

Ég er byrjuð að kenna. Það er skrýtin tilfinning að vera að vinna en ekki bara vera í skóla. Krakkarnir eru voða góð og samkennarar mínir vilja allt fyrir mig gera. Það er heill hellingur sem maður þarf að muna og gera allan daginn og ég er því yfirleitt dauðþreytt þegar ég kem heim á daginn. Maður þarf að undirbúa kennslu, framkvæma kennslu, vera á endalausum fundum, ljósrita, bóka kennslustofur og síðast en ekki síst þarf maður að læra helling af nöfnum!!! Þetta kemur allt saman, hægt og rólega.
Fyrstu vikurnar eru erfiðastar. Þá er maður að aðlagast og læra á kerfið. Ofan á það kemur að fyrir 1. september eiga ársáætlanir fyrir öll fög að vera tilbúin. Ég þarf að gera fimm ársáætlanir þannig að ég hef í nógu að snúast, sérstaklega þar sem ég hef aldrei gert svona áætlun áður!!

Á morgun kenni ég í náttúrufræði í fyrsta sinn um ævina og hef þetta því stutt að sinni því að ég þarf að undirbúa mig.

Take care

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home