Sumarfrí ...
Einn dagur eftir!!!
Ég er búin að vinna eftir löngum "to do"-lista síðustu daga og það hefur gengið nokkuð vel miðað við aldur og fyrri störf. Ýmis smáatriði sem vantar, en ekkert til að stressa sig yfir. Ollý og Albert verða bara að sætta sig við ruslið í íbúðinni ef ég næ ekki að þrífa.
Á morgun keyrum við af stað til Brandbu og við hlökkum mikið til. Google segir að vegalengdin sé tæpir 700 km svo þetta verður langur dagur. Við förum af stað fljótlega uppúr hádegi þegar ég kem heim úr vinnunni og reiknum með að ferðin taki ca. 8-9 tíma með öllum stoppum, ferju og vegatollum. Nú er bara að krossa fingur og vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.
Hef þetta stutt í þetta sinnið. Er að undirbúa teamfund sem verður haldinn í kvöld og þarf líka að ganga frá síðastu vinnupappírunum fyrir sumarfríið.
/S
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home