19.5.04

úps

Hvernig er þetta hægt?

Ég bara steingleymdi að hugsa fyrir matnum í kvöld!! :(

Það er bara ein lausn við því, panta pizzu með kjötbollum!

18.5.04

Namminamm

Réttur gærkvöldsins sló aldeilis í gegn! Allir sögðust vera svo ánægðir með hann. Reyndar hafði ég nú reiknað með að heimilisfólkið myndi borða meira ... aldrei hef ég orðið vör við þetta svokallaða plássleysi í maganum sem fólk virðist stundum upplifa.

Nú þar sem heilmikill afgangur er í ísskápnum þá er ekkert annað að gera nema að gæða sér á kjötbolluafgöngum í kvöld. Ég get varla beðið eftir að sjá svipinn á fólkinu þegar það sest við matarborðið.

Hvernig ætli kjötbollur með kálbögglum bragðist annars með salsasósu? Það er spurning um að prufa það, ef það bragðast ekki gott þá á ég nú rabarbarasultu í ísskápnum.

Mmmmm ... ég hlakka til kvöldverðarins í kvöld!!



17.5.04

smá framhald

já eftir hverju eigið þið að muna?

Munið að láta vita í kommentakerfinu hvernig bollurnar brögðuðust:)

Grunnurinn!

Eins og góðri húsmóður sæmir þá hef ég valið rétt kvöldsins. Soðnar kjötbollur með kálbögglum, hljómar vel ekki satt?

En áður en ég læt uppskriftina flakka þá er best að minna á að alvöru húsmæður kaupa ekki kjötfars úti í búð!!!
Þær búa til sitt eigið kjötfars!

Uppskrift að heimatilbúnu kjötfarsi er á þessa leið (fyrir ykkur sem eruð gleymin þá myndi ekki saka að prenta uppskriftina og hengja fyrir ofan eldavélina):

1/2 kg hakkað kjöt
1 1/2 dl hveiti (má nota heilhveiti með)
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
2-3 msk rifinn eða hakkaður laukur
1 egg
2-4 dl mjólk eða kalt kjöt- eða grænmetissoð

Svo er bara að hræra kjötinu og þurrefnunum saman í skál. Bæta egginu við og að lokum bæta mjólkinni við þar til farsið er hæfilega þykkt. Sumsé mjög einfalt og miklu betra en tilbúna farsið í búðinni! Auðvitað getið þið lesendur góðir prufað ykkur áfram með fleiri kryddtegundir eins og engifer og allrahanda og frískað þannig upp á farsið.

Svo er það nú réttur kvöldsins!

Þið byrjið á að sjóða saltvatn (1 l vatn og 2 tsk salt) í víðum potti. Mótið bollurnar með skeið og látið jafnóðum út í heitt vatnið. Sjóðið bollurnar við vægan hita í 5-10 mínútur (eftir stærð).
Þarnæst sjóðið þið kálblöð eð brytjað hvítkál í saltvatni (ekki eins mikið magn af saltvatni og með kjötbollurnar) í 1-2 mínútur.

Með þessum ljúffengna heimilismat getið þið valið á milli margra tegunda af meðlæti. Kartöflur, hrísgrjón, grænmeti og sósur er það vinsælasta í dag og mæli ég með karrýsósu. Grænar orabaunir standa líka alltaf fyrir sínu.

Þó svo að ég sé nú hámenntuð kona á sviði eldamennskunnar þá á ég nú ekki heiðurinn að þessum uppskriftum, heldur eru þær fengnar úr hinni stórgóðu biblíu "Við matreiðum" eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur.

Verði ykkur að góðu!

Njótið vel og munið að

16.5.04

Fyrir kvöldið!

Þar sem dagur líður brátt að kveldi þá er ekki seinna vænna en að skella kokkahúfunni á höfuðið.

Vegna tímaskorts vil ég benda lesendum mínum á að redda sér kjötbollum í dósum. Þetta er einföld lausn á matseðli kvöldsins. Bara að hella úr dósinni á diskinn og sprauta Heinz tómatsósu ofaná, namminamm.

Ef svo illa vill til að allar dósir eru uppseldar þegar þið mætið í búðina (þessi síða er auðvitað mikið lesin eins og þið vitið öllsömul) þá getið þið svo sem fengið ykkur orafiskibollur - EN BARA Í NEYÐ!

Bon apetit eins og skáldið mælti:)

Kjötbollur í brúnni sósu!

Velkomin öllsömul á uppskriftarvefinn mikla.

Uppskriftirnar munu streyma inn á næstu dögum og vikum, enda er heimur kjötbollanna stór og viðamikill.


Kíkið við sem oftast og náið ykkur í góðar hugmyndir að kvölmatnum!