28.10.04

Haust!

Það hefur kólnað hér í útlandinu. Þess vegna er gott að nota nýju lúffurnar, keypti forláta flísfóðraðar lúffur á mánudaginn. Ég vígði þær í morgun og váááá ... þær eiga sko eftir að vera elskaðar.

Dagarnir líða hjá eins og vindurinn. Ég hlakka til jólanna, þá get ég nefnilega slappað af í viku án þess að þurfa að hitta fólk úr skólanum!!! Það er yfirgengilega mikið að gera þessar vikurnar og ég er langt á eftir áætlun með ALLT. Allar helgar hafa líka verið bókaðar að undanförnu undir málningarvinnu, gesti og framundan eru æfingarbúðir og halloweenpartý. En allt kemur þetta víst með kalda vatninu og vonandi kemst ég heil og höldnu út úr þessu.

Það er spurning hvort það hjálpi að skipuleggja sig (betur)? Kannski ég prufi að gera áætlun fyrir hverja viku og gefa mér bros/fýlu-andlit eftir því sem við á. Tölvan er kannski vandamálið, ætli það hjálpi að slökkva á henni? Allavega veit ég að mín bíður í þessum skrifuðu orðum stærðfræðiverkefni sem þarf að vinna, og það helst í fyrradag.

Ég er svöng ... best að koma sér að verki og fá sér eitthvað í gogginn í leiðinni.


Hvorfor er jeg så doven?

Hvorfor er der ikke 30 timer i døgnet?

Jeg kan ikke tage mig sammen og lave det jeg skal!! Jeg er bagud med alt og overvejer at slukke min computer ned for at slippe af med fristelsen. Spørgsmålet er om jeg måske skulle begynde at indtage vitaminer for at se om min koncentration bliver bedre af det.

Anyway ... matematikken venter, desværre:) grafer og funktioner here I come!

14.10.04

Nemli ja!

Það er bara komið haust! Það fór víst lítið fyrir sumri hér í landi Baunanna, en ég náði í restina af blíðunni á Íslandi í ágúst. Íslandsferðin gekk vel, börnin lærðu einhverja dönsku, Maria ferðaðist um Ísland og ég borðaði nammi!

Þessa dagana nýt ég þess að vera í haustfríi frá skólanum. Ég get þó ekki sagt að ég hafi verið í miklu fríi, grúbbuvinna og verkefnaskil í upphafi vikunnar segja það sem segja þarf. Á morgun er svo á dagskránni að mála stofuna og eldhúsið, svona til að komast algjörlega hjá því að slappa af í lok frísins:)

Í sjö vikur í janúar og febrúar verð ég við æfingakennslu í grunnskóla einum á Frederiksberg. Það er alltaf gaman að losna frá bókunum í einhverjar vikur á vetri hverjum og gera sitt besta í að sýna hvað maður nú hefur lært í náminu. Að þessu sinni er áherslan lögð á c-fagið mitt, sumsé íþróttir (og sund). Þess vegna er ég með samtals 10 kennslustundir í þessum fögum, af 17. Hinir tímarnir mínir eru svo landafræði og tónlist. Ég hlakka mikið til, og ekki eyðileggur að skólinn er í minna en 10 mínútna hjólafjarlægð, eitthvað annað en fyrir síðustu jól þegar ég var í Taastrup og þurfti að hjóla héðan heiman frá klukkan fimm mínútur í sjö á morgnanna til að taka S-tog, og kom aldrei heim fyrren seint og síðar meir á daginn. Núna er ég með fína stundatöflu, og get þess vegna farið heim ef ég er í löngum götum!!! Anyway, þetta leggst vel í mig og Stefan sem verður með mér er líka öndvegispiltur, rólegur og ekkert vesen.

Nú er best að hætta þessu rausi ... ég ætla ekki seint að sofa!

... og lidt på dansk:)

Der er allerede efterår her i København! Der er begyndt at blæse og jeg har fundet halstørklædet og handskerne frem. Livet på seminariet går godt, travlt, men godt.

Islandsturen gik godt. Vi var heldige med vejret, solen skinnede og det blæste ikke mens vi var på vores campingtur rundt i landet.

Jeg tror ikke jeg vil skrive meget mere ... så indtil næste gang ... chao!