15.2.06

Et kæmpesmil!

Jibbýcola!!! Ég stóðst bachelorverkefnið mitt!
Miklu fargi er af mér létt. Ég hef aldrei verið jafn stressuð og í morgun, ég skalf og kom ekki heilli setningu frá mér. Ég fékk mikið hrós fyrir verkefnið mitt en vörnin dró mig niður, ég var svo stressuð að ég náði ekki að einbeita mér:(
Anyhow ... ég er að fara að HENDA út núna. Ætla að losa mig við pappadraslið sem hefur safnast upp hjá mér síðustu ár, pædagogik, psykologi, didaktik, sis og livsanskuelse ... ég mun aldrei nota þetta aftur! Skelli svo bókunum mínum á skólanetið á morgun og auglýsi til sölu! Þetta er búið og gert ... yndislegt:)

13.2.06

Tveir dagar í vörn!

Eftir tvo daga verð ég búin að verja verkefnið mitt og laus við stressið sem þessu fylgir!


Það gengur því miður hægt að undirbúa vörnina, mér tekst alltaf að finna mér eitthvað annað gera ... sudoku ... bloggrúntast ... vaska upp ... borða ... pissa ...


En þetta hlýtur að hafast, allt yfir 6 í einkunn er markmiðið!


Stefnan er svo að kíkja á skíði í Sverige annan daginn um helgina ef veður leyfir.