28.6.07

Sumarfrí ...

Einn dagur eftir!!!

Ég er búin að vinna eftir löngum "to do"-lista síðustu daga og það hefur gengið nokkuð vel miðað við aldur og fyrri störf. Ýmis smáatriði sem vantar, en ekkert til að stressa sig yfir. Ollý og Albert verða bara að sætta sig við ruslið í íbúðinni ef ég næ ekki að þrífa.

Á morgun keyrum við af stað til Brandbu og við hlökkum mikið til. Google segir að vegalengdin sé tæpir 700 km svo þetta verður langur dagur. Við förum af stað fljótlega uppúr hádegi þegar ég kem heim úr vinnunni og reiknum með að ferðin taki ca. 8-9 tíma með öllum stoppum, ferju og vegatollum. Nú er bara að krossa fingur og vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.

Hef þetta stutt í þetta sinnið. Er að undirbúa teamfund sem verður haldinn í kvöld og þarf líka að ganga frá síðastu vinnupappírunum fyrir sumarfríið.

/S

17.6.07

Til hamingju Ísland!

Þjóðhátíðardagurinn runninn upp ... skýjað með köflum og spáir rigningu og þrumum í dag ... við hverju er öðru að búast?

Ýmislegt hefur gerst síðan ég skrifaði síðast. Vinnumálin hafa farið fram og tilbaka. Eins og staðan er núna skrifa ég undir einsárssamning í skólanum mínum á næstu dögum og mun starta 1. bekk í ágúst. Það verður sko enginn dans á rósum ... 7 ára börn sem langflest eru ólæs og nýja brumið er engan veginn fallið eftir fyrsta árið þeirra í stubbunni. Þetta verður örugglega gaman en verður alveg þveröfugt við síðasta ár ... börn á þessum aldri elska nefnilega að vera í skóla og læra eitthvað nýtt og maður er dýrðlingur í þeirra augum, synd að það skuli ekki endast fram yfir 4.-5. bekk:(

Þetta þýðir að elskurnar sem ég er búin að vera að kenna í vetur fá nýja kennara, aftur!! Þau vita það ekki ennþá, en það verða sko mótmælaöskur þegar þau frétta það seinna í vikunni ... sérstaklega hjá foreldrunum. Við erum tvær sem erum þvingaðar burtu ... þar klikkaði skólastjórinn örlítið ... og aðrir þvingaðir inn í staðinn! Ótrúlegar aðferðir, en svona er það þegar maður er ekki fastráðinn og fastráðnir ganga fyrir (mitt tilfelli) og þegar dóttir skólastjórans vælir í pabba sínum og sér til þess að kennari sem hún fílar ekki er þvingaður í burtu, þrátt fyrir að sá kennari hafi kennt krökkunum í sex ár meðan dóttirin hefur haft þau í eitt ár ... smá skítafýla og málið er komið áfram í kerfinu:(

Anyway ... ég dreif mig í helgarferð til Pippi í Haag fyrir mánuði. Djömmuðum aðeins, ég eyddi allavega hálfum degi í kojunni (Pippi sefur í koju) og á sæta klósettinu hennar meðan hún sjálf lá og dormaði á sódanum og horfði á hollenska sápu. Ferlegur bömmer að lenda í svona þynnku ... en ekkert við því að gera, það var hvort sem er úrhellisrigning allan daginn. Síðar um kvöldið borðuðum við mexíkanskt og borðuðum bestu hot wings sem fást í Haag (fór þangað líka 2003) og enduðum á smá skralli seinna um kvöldið, vorum samt mun hófsamari en kvöldið áður. Fín, en aðeins of stutt, ferð ... verð bara að endurtaka þetta sem fyrst!

Ég er orðin föðursystir og mamma og pabbi loksins orðin amma og afi ... þrýstingurinn hefur því minnkað töluvert. Ég var sú eina sem var viss um að þetta væri stelpa alla meðgönguna og ég hafði rétt fyrir mér:) Pabbi var reyndar líka viss um að þetta yrði stelpa viku áður en hún fæddist. Mamma var handviss um að þetta væri strákur og sömuleiðis Lína og skildu ekkert í mér, hehe .... sjötta skilningarvitið!! Sú litla kom í heiminn sama dag og ég kom frá Hollandi á sjálfan mæðradaginn og er víst alger engill.

Helene vinkona fæddi fimm dögum síðar hana Dagmar Louise og allt gekk vel að mér skilst. Hlakka til að sjá báðar stúlkurnar í eigin persónu.

Sumarfríið er annars alveg að koma. Aðeins tvær vinnuvikur eftir. Við förum á sumaræfingabúðir í Noregi strax eftir vinnu hjá mér þann 29/6 og verðum í viku. Ollý, Albert og dísirnar verða í íbúðinni á meðan og sjá um blómið okkar. Önnur plön fyrir sumarið eru í vinnslu. Fer allt eftir veðri og vindum. Talandi um veðrið, það er sko aldeilis búið að vera sumarveður hér síðustu vikur, 30 gráður og algjör steik!! Reyndar er komin rigning núna en ... maður hefur fengið smá bragðprufu af því sem vonandi bíður. Það var frekar ógeðslegt að kenna í þessu veðri, krakkarnir ná engan veginn að einbeita sér að námsbókunum. Það var ekki hægt að vera utandyra með þau nema í skugganum og ofan á allt voru mörg þeirra illa sóbrennd, bitin og með vott af sólsting, ég sendi 4 nemendur heim einn daginn, sökum vanlíðan!!

Af öðrum hlutum er það að frétta að ég bætti svartri strípu í rauða beltið mitt í gær, jibbýkóla!! Stóð mig eins og hetja og fékk fínar einkunnir og no comment frá prófdómaranum:) Nú er ég sumsé 3. kup ... hver hefði trúað því? Við sluppum ansi billigt í gær þar sem loftræstikerfið var ekki að gera sig í salnum og við svitnuðum eins og ég veit ekki hvað. Dómarinn valdi því að við þyrftum ekki að fara í gegnum alla grunntæknina og sluppum líka við bardaga á móti tveimur. Við eigum að berjast tvö og tvö í 3x3 mín. í fullum herklæðum, hjálmur vesti, hand/fót/klofhlífar og tannhlífar og það er drulluerfitt undir venjulegum aðstæðum. En þegar loftið er svo þungt og ógeðslegt eins og í gær var þetta meira en að segja það og þegar við í lokin áttum að slást á móti tveimur sagði dómarinn stop. Shit hvað ég var fegin því það er típískt þar að maður meiðist, allavega ég, hehehe, því maður sparkar bara á allt sem hreyfist. Annars ligg ég í leti hér heima í dag ... helaum í höndinni eftir að hafa hamrað í gegnum þykka tréplötu í gær. Ætla að hafa það náðugt, hlusta á góða tónlist og drekka gott kaffi. Fáum Christian og Jan (kirkjuvörð) í mat annað kvöld þannig að við tökum sennilega smá tiltektarrispu á eftir. Það verður gaman að fá þá hingað enda hefur Erlingur ekki hitt Jan áður og Christian er viss um að þeir eigi eftir að ná vel saman, og ég líka:) Man ekki eftir að hafa séð Christian svona happý í langan tíma.

Lifið heil og hagið ykkur vel!