12.2.07

Senn líður að páskum!

Mikil ósköp ... febrúar kominn og páskarnir nálgast óðfluga.

Er komin í langþráð vetrarfrí og ætla að nota fríið í að endurhlaða batteríin og horfa á Sex and the city:) Erlingur gaf mér allar seríurnar í afmælisgjöf og ég er að verða búin með seríu þrjú. Svo er aldrei að vita nema maður bruni til Aarhus því Doktor Helga átti að gjóta í gær samkvæmt öllum pappírum og ef hún gerir það í vikunni þá er nú ekki annað hægt en að kíkja á litlu fjölskylduna. Annars verður hún að bíða eftir helgarfríum hjá okkur!!

Afmælið fór vel fram, no panik! Við borðuðum dýrindissushi og áttum yndislegt kvöld saman. Adam var samt ekki lengi í paradís því að einhver fáviti klessti bílinn okkar rúmum sólarhring síðar og var ekki að hafa fyrir því að skilja eftir miða. Típískt. Bílinn er í kaskó þannig að þetta er ekkert mjög slæmt bara skítt:(

Þetta verður stutt færsla í þetta skiptið. Þrátt fyrir háfleygar lýsingar á batteríshleðslu hér að ofan fer skítugi þvotturinn ekki sjálfkrafa í þvottavélina og ísskápurinn fyllir sig ekki án minnar hjálpar.

/S