28.7.04

javel!

Ég held að ég sé hreinlega komin með leið á að elda kjötbollur, hver hefði trúað því?
 
Það er svo spurning hvort ég láti undan og brjóti prinsippið mitt og fari að "blogga", oj þetta er hræðilega ljótt orð. Það er náttúrulega alveg svakalega gaman að lesa dagbækur annarra, lesa hvað fólk borðar og ekki borðar í morgunmat, hvenær það fer í sturtu, á hvað það horfir í sjónvarpinu o.s.frv.
 
Ég ætla að halda nafninu á síðunni, þar sem íslenskar kjötbollur í brúnni sósu eru meiriháttar góðar, enda er ég frekar hugmyndasnauð þegar kemur að svonalöguðu!
 
Líf mitt og tilvera í augnablikinu felst í því að taka á móti gestum og þvo rúmföt og handklæði eftir þá, spennandi, en svona er að búa í útlöndum. Inn á milli reyni ég að taka vaktir í þjónavinnunni minni. Og þar á milli stunda ég námið mitt. Sumarfrí er sumsé ekki eitthvað sem ég get kallað tilveru mína yfir sumartímann í augnablikinu.
 
Grúbban mín er langt komin með undirbúninginn fyrir æfingakennsluna á klakanum í ágúst/september. Planið er að nemendur okkar læri að telja á dönsku, tjá sig á dönsku, borða danskan eðalmat (rødgrød med fløde) og syngja danska dægursmelli. Þar sem við vitum lítið (of lítið) um nemendurna höfum við ekki fastlagt neitt. Við erum með hugmyndir, en til að forðast að skjóta yfir markið ætlum við að bíða og sjá hversu mikla dönskukunnáttu nemendurnir hafa áður en við ákveðum allt hundrað prósent.
 
Það eru bara 16 dagar í að ég fari til Íslands, tíminn flýgur frá mér þessa dagana. Á þessum 16 dögum á ég eftir að taka á móti einu gestaholli og undirbúa fjóra fyrirlestra, sem ég á að flytja á jótlandi í 38. viku (vikunni eftir að við komum frá Íslandi), ásamt auðvitað æfingakennsluundirbúningnum. Það er mikið á mig lagt. Og, ef ég hef tíma, þá stefni ég líka að því að lesa landafræðipensum til að undirbúa mig fyrir lokaprófið á næsta ári, ég er bjartsýn, ég veit:)
 
Til að ég fái nú eitthvað út úr þessum skrifum mínum, sem að öllum líkindum verða ekki dagleg, þá hef ég hugsað mér að skrifa þau á dönsku líka. Ég skrifa ekki nóg á dönsku, og þar sem ég mun skrifa bachelorverkefnið mitt eftir ár, þá er ekki vitlaust að halda sér í formi.   
 
 
Hvem gider at spise frikadeller hele tiden?
 
Jeg elsker frikadeller, men nu er jeg kørt lidt træt i at lave dem, og spise. Så, nu har jeg besluttet mig for at begynde at føre en slags dagbog, dog ikke omkring hvad jeg skal spise til aftensmad og hvad jeg mangler at handle ind osv. 
 
Lige nu får jeg tiden til at gå med at tage imod gæster, vaske sengetøj og lege turistguide! Sådan er det jo når man bor i udlandet. Jeg finder dog også tid til at arbejde og lave leksier ind i mellem. Vi er snart ved at være klar til vores praktik i Island, vi har fundet alle Kim Larsens LP'er frem så snart skal der vises nogen ordentlig dansk kultur med bajere og flæskechips, øv!
 
Den næste halvanden måned kommer altså til at gå ret stærkt. For foruden praktikken og alt der tilhører den, så har jeg jo også jyllandsekskursionen i uge 38, hvor vi har fire emner/punkter. Jeg er derfor gået i gang med at forberede dem, og snart skulle jeg gerne fremstå som ekspert omkring Margrethe Kogen og Vidåslusen ved Vadehavet:)
 
Nu må vi se hvor meget jeg gider at skrive herinde. Forhåbentlig vil jeg være dygtig til det!