5.6.04

Ja hérna!

Hver hefði trúað því að pizza með kjötbollum bragðaðist svona vel? Það hefur ekki verið annað á boðstólum hér á bæ síðustu vikur!

Ég veit samt að einhverjir hafa verið að bíða eftir nýrri uppskrift svo að ég læt undan.

Steiktar kjötbollur!

1/2 kg af gömla góða kjötfarsinu (sem þið ættuð að vera orðin dugleg að búa til)
50-100 g smjörlíki

Hitið smjörlíkið á pönnu, ok ok þið megið nota olíu ef þið viljið í staðinn.
Mótið kjötbollur með skeið og látið jafnóðum á pönnuna. Svo mæla þessar gömlu og reyndu með því að maður dýfi skeiðinni í feitina svo að bollurnar losni betur!
Brúnið bollurnar á öllum hliðum (ég hélt að kúla hefði bara eina hlið!!!).

Með þessu má brytja niður grænmeti og steikja með bollunum í 10-15 mínútur. Til að draga úr hitanum á pönnunni þá má bæta við soði eða vatni.

Nammi namm ...


Með þessu má síðan sjóða karpellur eða hrísgrjón, og brún sósa og rabarbarasulta eru ekki til að eyðileggja fyrir.

Lifið heil ...